Sæl veriði.

Ég virðist hafa misst af umræðu um þýska landsliðið í FM 09 ef einhver umræða hefur farið fram. En það er nú þannig mál með vexti að þýska liðið er uppfullt af gervileikmönnum og það er svolítið pirrandi. Einnig er Oliver Kahn látinn skipta um nafn ásamt því að myndir af einhverjum tveimur hollenskum gæjum hlaðast ekki inn.

Það er í sjálfu sér ekkert gríðarlega erfitt að laga þetta en svona var þetta í FM 08 líka.

Það sem þarf að gera er að fara fyrst í:

Program files > Sports Interactive > Football Manager 2009 > data > db > 900 > lnc > all og eyðið öllu úr þessari möppu.

og svo í:

Program files > Sports Interactive > Football Manager 2009 > updates > update -910 > db > 910 > lnc > all og eyðið öllu þaðan líka.

Svo er snilldarskrá til sem búin hefur verið til af sortitoutsi.net en hún lagar nöfn á einhverjum keppnum og gefur þeim rétt nafn og eitthvað annað hressandi. Skránna er að finna hér: http://rapidshare.com/files/164113559/Fixes.lnc. Náið í þessa skrá og setjið hana í báðar möppurnar sem tæmdar voru rétt áður, byrjið nýtt seiv og allt verður æðislegt.


Fyrir Steam notendur:
C:\Program Files\Steam\steamapps\common\football manager 2009\data o.s.frv.

Good luck.