Jæja, eru ekki allir svaka spenntir fyrir nýja leiknum? :)

Mig langar rosalega (og örugglega fleirum) að fá smá líf hér inn. Er einhver með góðar hugmyndir af keppnum eða leikjum?

Sögukeppnir og challenge eru eiginlega off í bili þar sem að stutt er í nýjan leik og fáir nenna að fara að festa sig í þeim gamla núna.

Ég sá einu sinni um leikmannagetraunir á Liverpool spjallinu, þær voru mjög skemmtilegar og ég væri alveg til í að halda svoleiðis aftur ef það er einhver áhugi fyrir hendi.

Eins er ég til í að hlusta á allar hugmyndir. Það er hægt að gera svo margt skemmtilegt sem þarf ekki endilega að vera sögukeppni eða challenge.

Endilega látið í ykkur heyra! :)