Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn pínulítið pirraður á þessum leik. Málið er að t.d. í byrjunni á leiknum hef ég nokkrum sinnum reynt að signa Kiko á free transfer (búinn að gefast upp á því sammt núna). Ok, allt í lagi með það hann segir bara já já ég skal koma til þín en aðeins ef að þú borgar mér littla 60,000 pund á viku í laun! Ég segi náttúrlega við hann að hann geti étið skít því að hann sé ekki þess virði. Svo signar hann kannski við lið eins og River í Argentínu og ég ákveð að kíkja á hvað hann er með í laun og hvað sé ég gaurinn er með einhvað 7.000 pund á viku!!!
Þetta finnst mér engan veginn passa við raunveruleikann afhverju er hann bara ekki látinn segja ÉG VIL EKKI KOMA!
Í staðinn fyrir að hann vilji fá einhverja himinn háa upphæð sem að enginn getur borgað. Mér finnst þetta vera svona með alltof marga leikmenn að þeir vilja fá miklu miklu hærri laun hjá manni heldur en hjá tölvunni.
Þetta er hlutur sem að mér finnst þurfi að laga bara til að gera leikinn raunverulegri. Kannski er þetta bara út af því að ég er orðinn pirraður á að tapa leikmönnum til annarra liði jafnvel þó að ég sé búinn að 3x launinn sem að hin liðinn bjóða :(

Líka eitt í viðbót að maður getur verið að tefja hin liðinn frá því að kaupa leikmenn með því að bjóða einhvað 20millur í leikmannin og svo alltaf verið að fara í cancel og svo þegar maður á pening þá kaupir maður hann. (ég veit að allir vita þetta). En þetta er enn annar hlutur sem að mér finnst að það verði að laga hvernig haldið þið að það væri ef að einhvað skíta lið í 3.deil væru alltaf að bjóða 20millur í einhvern leikmann sem að þeir eru með í láni bara til að geta haft hann lengur. Þetta verður að laga ef ég á einhvertíman eftir að geta orðið góður manager í alvörunni ;)