Væntanlega hafa einhverjir tekið eftir þessum snillingi frá Costa Rica hann spilar með OFI í grísku deildinni. Ég keypti hann með Man City (kannski ekki erfiðasta liðið en…) og hann skoraði 37 mörk í 42 leikjum ( og 3 auka sem varamaður) sem sagt alger snilli. Hann kostaði ekki nema 1,2 milljónir og flaug í gegnum útlendingaeftirlitið. Bróðir minn keypti hann með Tranmere þegar hann komst í 1. deild þar var hann lengi í gang (1 mark 10 leikir) en náði sér á strik og er hæstur í einkunargjöfinni og kominn með (10 mörk í 30 leikjum). Einnig er hægt að finna Solis einnig frá Costa Rica en hann er geðveikur í OFI (OFI er liðið sem Einar Þór spilaði með eitt tímabil).

Ég mæli með að tékka á Thorvaldi Örlygssyni ef einhvern vantar góðann varamann í 2. deild einnig Baldur Bett og Sverri Sverris

Áfram KR