Jæja, ég var að spila með Liverpool og ég er að gera góða hluti, tók League Cup, deild og Evrópu á fyrsta og er búinn að vinna deild, FA og í undanúrslitum í Evrópu núna.

Ég fæ póst frá stjórninni að þeir séu búnir að redda skuldinni sem við vorum í og ég kannaðist ekki við neina skuld og tjékka á financinu. Nei, í Mars mánuði tapaði ég 1.495.067.114 pundum… Þetta er rúmur einn og hálfur milljarður sem ég veit ekkert hvað varð um. Annaðhvort var stjórnin í kók partíi eða þá að þetta er galli. Hefur einhver lent í öðru eins?

Kanski að taka það fram að í Expenses er ekki næstum því svona mikil útlát. Í Income er bara rautt (1.495.067.114). Glatað