
Yousoff Hersi!
Þetta er 18 eða 19 ára drengur sem að er í Ajax í byrjun leiksins, hann lætur svo sem ekki mikið yfir sér, er ekki verðlagður neinum stjarnfræðilegum upphæðum, hann fæst vanalega fyrir ekkert allt of mikinn pening, en þessi drengur er algjör snillingur! Ef að þú elur hann rétt upp, þá geturu byrjað að nota hann full time á 3. tímabili, hann er svo góður að hann hélt Rivaldo úr liðinu og ég seldi hann á endanum til Real Madrid (var með Barca) fyrir fullt af milljónum, Hersi keypti ég á 2,1 og 05/06 tímabilið var hann metinn á 17 millur af boardinu. Þetta er sko ekki slæmur bissniss.