Ég var að spila cm93. Ég byrjaði með Liverpool og eftir fimm ár sagði ég af mér. Þá var liðið nýbúið að vinna Evrópukeppni meistaraliða og ég hafði sannað að ég gæti það. Á þessum fimm árum hjá Liverpool vann ég fimm englandsmeistaratitila, fjóra bikarkeppnistitila, fjóra góðgerðarskildi, deildarbikarinn þrisvar og komst tvisvar í úrslit í evrópukeppni meistaraliða og í úrslit 1997 og 1998. Fyrra árið tapaði ég 0-1 á móti Rauðu stjörnunni frá Belgrad en ég vann síðan Marseille í vítaspyrnukeppni 4-3 seinna árið. Liðin sem voru með mér í riðli það árið voru PSV Eindhoven, Bayern Munchen og Barcelona. Ég vann fimm leiki af sex tapaði 2-1 fyrir PSV í hollandi í seinasta leik riðilsins þegar ég var búinn að tryggja mig áfram. Í undankeppninni vann ég rauðu stjörnuna 0-1 í Júgóslavíu og síðan 4-0 á Anfield ( hefndin fullkomnuð ).
Eins og áður sagði þá sagði ég af mér hjá Liverpool og tók við þriðju deildarliði Reading og ég ætla að koma þeim hátt til metorða :) Sjáum til hvernig gengur. Ég læt ykkur vita betur seinna um þetta.

Kv.
Emil