ég veit ekki hvort það sé einhver galli í CM leiknum mínum en það sem er að gerast hjá mér getur ekki talist eðlilegt.
það er þannig að ég er með darlington liðið og er kominn upp í fyrstu deild og hefur gengið mjög vel hingað til.
en svo einn daginn athuga ég fjárhag liðsins míns og sé mér til mikillar furðu að félagið hafði borgað hvorki meira né minna en 50 milljónir punda í Interest á einum mánuði!!!
þannig hélt það áfram í fjóra mánuði og alltaf fóru 50 milljónir í hverjum þeirra. þá tekur ný stjórn við félaginu og greiddi upp 200 milljónirnar sem félagið skuldaði.

en þetta hélt samt áfram, og félagið átti ekki neinn pening fyrir að viðhalda vellinum þannig að heilsu- og öryggisnefnd frá enska knattspyrnusambandinu þurfti að loka u.þ.b. 1500 sætum af litla vellinum mínum. auk þess mátti ég ekki neita tilboðum í menn og er búinn að missa nokkra bestu mennina mína frá félaginu fyrir lítinn sem engann pening.

þannig er þetta búið að ganga og þegar ég leit síðast á fjárhag liðsins sá ég að það skuldar núna 593.930.390 pund!!

hefur einhver hugmynd um hvað er að gerast eða hvað ég ætti að gera til að laga þetta því að þetta getur varla verið annað en villa.<br><br>——————————

ruglubulli 2001
,,allar alhæfingar eru slæmar"
——————————