Jæja, eftir margar fyrirspurnir þá hef ég ákveðið að henda inn smá umfjöllun og download link á leikkerfið mitt. Þetta er eitthvað sem ég var búin að vinna að í smá tíma áður en fór að nota það af fullri alvöru, hefur núna verið notað með góðum árangi með Liverpool (í tveimur save-um), Man City, Englandi, Ítalíu og Argentínu.

Mynd af leikkerfinu hjá mér:
http://pic80.picturetrail.com/VOL2065/9526695/17367428/313547296.jpg

Árangur í ensku deildinni:
http://pic80.picturetrail.com/VOL2065/9526695/17367428/313547294.jpg

Árangur í meistaradeildinni:
http://pic80.picturetrail.com/VOL2065/9526695/17367428/313547292.jpg

Þetta er 3-1-3-2-1 sem byggir á þremur mjög sterkum varnarmönnum og góðum markmanni. Ef varnarlínan er ekki góð þá geturðu nánast gleymt því að ná góðum árangri. Ég vel auðvitað varnarmenn mína eins og allir aðrir en með þessa taktík hef ég alltaf reynt að velja fljóta varnarmenn fram yfir aðra, svo lengi sem þeir eru auðvitað góðir í öllu hinu.

Svo kemur einn afturliggjandi miðjumaður, hlutverk hans er nokkuð augljóst. Sé á þig sótt fer hann aftur og verður fjórði varnarmaðurinn en sért þú að sækja þá kemur hann til stuðnings miðjumönnunum.

Varðandi miðjumennina þrjá þá hefur ekki skipt miklu máli hvort ég sé að nota AMC eða MC, hef samt reynt að passa að hafa a.m.k. einn MC til þess að veikja liðið ekki of mikið varnarlega séð. Þá stilli ég þessum MC upp vinstra megin á miðjunni, þar sem hann er með fyrirmælin að pressa á menn á öllum vellinum.

Vængmennirnir tveir verða að eins konar 2. og 3. sóknarmanni. Þeir þurfa að vera leiknir með boltann, hraðir og þurfa að geta klárað færin sín. Þeir allra bestu sem ég hef notað þetta eru líklega Lionel Messi og Giovani dos Santos, þó svo Cristano Ronaldo virki t.d. mjööög vel á hægri vængnum. Ef þú notar góða vængmenn þá er ekki ólíklegt að þeir klári tímabilið með 20+ mörk.

Svo er það sóknarmaðurinn. Þar sem hann er einn frammi þá hef ég reynt að nota leikmenn sem byggja leik sinn á hraða og fáum snertingum. Þeir sem hafa virkar vel hjá mér eru Torres, Bojan, Aguero, Higuaín og Benzema. Torres hefur þó borið af, enda var þetta leikkerfi upphaflega búið til í kringum hann.

Ég nota playmaker og target mann. Ég hef áður sagt það að mér finnst target maður eiga að vera leikmaður sem er hávaxinn og góður í að flicka boltanum áfram á aðra, t.d. Crouch, en ég hef nú sannað að ég hafði rangt fyrir mér. Ég notaði Torres sem target mann í mörg ár og ef hann kláraði færin ekki sjálfur þá kom hann boltanum áfram á annan hvor vængmanninn sem kláraði málið. Playmakerinn hef ég alltaf haft á miðjunni, Samir Nasri hefur virkað einna best fyrir mig sem dæmi.

Ég mæli með að hafa hávaxinn varnarmann sem er með hátt í heading í DC lengst til vinstri, hann á eftir að skora nokkur mörkin í horn- og aukaspyrnum.

Einnig skorar framherjinn slatta af mörkum úr hornspyrnum ef hann er góður í loftinu.

Ég breyti ekki neinu ef ég er að tapa/vinna fyrir utan það að ég á það til að henda einum miðjumanninum upp fyrir aftan framherjann ef mig langar að skora fleiri mörk. En það er auðvitað viss áhætta sem fylgir því. Svo finn ég mikinn mun á því hvort ég sé að nota AMC eða MC á miðjunni, ef ég vil styrkja liðið varnarlega séð þá hef ég fleiri MC heldur en AMC á miðjunni, og öfugt.

Svo má kannski nefna það að ég nota oft framherja í stöðu annars vængmannsins, ég hef t.d. notað Benzema mikið í vinstri kanti og það virkar fínt, hann skorar mikið a.m.k.

Focus passing er stillt á mixed hjá mér en ég er gjarnan dugleg að lesa skýrslur um næstu mótherja og eins að leyfa leiknum að þróast í nokkrar mínútur áður en ég stilli focus passing á through the middle eða down left/right flanks.

Þá held ég nú að það helsta sé nokkurn veginn komið en ef það eru einhverjar spurningar eða gagnrýni þá megið þið endilega skjóta. Öllum er frjálst að niðurhala leikkerfinu og nota það en ég vil þó benda á að liðið þarf kannski nokkra leiki til að aðlagast því. Þetta er heldur ekkert svindl kerfi, þú átt ekki eftir að vinna hvern einasta leik 8-0, það koma tapleikir inn á milli, en með réttu leikmönnunum áttu eftir að rústa flest öllum keppnum, þ.e.a.s. ef þetta virkar jafn vel og hjá mér og fleirum sem ég hef leyft að prófa.

Linkur á niðurhal:
http://www.megaupload.com/?d=4LVN0Q8C

Bætt við 17. apríl 2008 - 16:51
Það er svo alveg ókeypis að kvitta hérna fyrir neðan ef þið ákveðið að downloada þessu, væri gaman að sjá tölfræðina. :)