Núna hef ég verið að spá og spegulera í þessum leik Fm08, rosa flottur og allt það, sáttur við þær nýjungar sem eru í honum, en hvað er hægt að bæta við næsta leik?
Ég er með hugmyndir;

- Svo sem þegar leikmaður er óhress með að það sé verið að neita tilboði í mann, eins og mínu tilfelli þá er það Ménez en lið eru að bjóða 11-15 milljónir í hann en ég vill ekki að hann fari nema fyrir minnst 25, vissulega leiðinlegt fyrir gæjan, en ef hann er búinn að gera betur en til dæmis Lampard eða Ronney og bara einhver og þeir fara ekki fyrir meira en 30+ af hverju ætti ég að láta minn gæja fara fyrir minna? Hann er búinn að vera betri en hann er í minna liði í mínu tilfelli Man City. Nýjungin í þessu dæmi gæti verið, að maður tali við hann kalli hann inná skrifstofu og segir til dæmis þessa hluti eða þá að þú sjáir hann sem framtíðarmann í liðinu og lofir titli og launhækkun ef það gerist, eða að þú viljir byggja upp liðið í kringum hann, en svona til þess að það sé ekki hægt að ofnota það endalaust að þá ef þú segir eitt ákveðið of oft við leikmenn til dæmis 4-5 leikmenn að þá fara menn að missa trúna á þér. Bara mín spegulering.

- Annað þá þegar þú kaupir leikmann, dæmi; Ef Liverpool nær ekki Evrópusæti eins og gerðist hjá mér, og þú viljir fá Babel eða Agger en þeir eru ekki vissir að þá getiru talað við þá, “þú færð tækifæri til að spila í meistaradeild og færð að spila í hverri viku” eða “Ég hef mikið álit á þér og sé þig sem framtíðarleiðtoga í liðinu” bara dæmi.

- Þú getir talað við leikmenn og gefið þeim ástæðu þess að þeir eru ekki að fá að spila, oft kemur hjá leikmönnum “ Feels he should play more important role in team” að þá getiru kannski sagt við hann “ Það hafa allir stöðu að gegna og engin er mikilvægari en annar”.

Annars væri gaman að sjá hvaða hugmyndir þið hafið hvað má bæta við leikinn bæði í samskiptum við fjölmiðla, leikmenn og stjórn.
Ástæða þess að ég sendi þetta inn sem grein er til þess að þetta mál fara ekki e-ð neðar eins og ef ég myndi setja þetta í korka.
Ef við getum komið með e-ð almennilegt varðandi þetta allt og svo líka Íslensku Deildinna til að gera hana skemmtilegri fyrir okkur íslendingana þá gætum við sent þær hugmyndir til SI.

Með von um áhuga og almennilegum umræðum