Þannig er mál með vexti að ég er spenntur fyrir nýrri áskorun og ætla ég mér að hefja nýjan leik í ensku úrvalsdeildinni. Ég spila reglulega í neðri deildum og vel þá lið eins og Ipswich eða Peterborough en þegar ég spila úrvalsdeildina verður Manchester United oftar en ekki fyrir valinu.

Hinsvegar hef ég engan áhuga á að taka við þeim, né öðrum stórklúbb þannig að bannað er að nefna einhvern af stóru klúbbunum fjórum, Man Utd, Chelsea, Arsenal og Liverpool.

Hvað finnst mönnum svo?