Hér eru nokkrir leikmenn í 2008 sem ég mæli eindregið með fyrir meðaliðin í ensku úrvals.

John Mensah. Ghana. Rennes. 24 ára. Kostar: 6m +

Það vita það allir reyndir manager spilarar að varnarmenn eru vandasamur flokkur. Stöðugleiki er allt sem skiptir máli. John Mensah er stöðugur. Hann er einn af þessum leikmönnum sem við fyrstu sýn virðast sæmilega góðir, en þegar betur er að gáð eru þeir nefnilega mjög góðir. Hann hefur allt það sem skiptir máli hjá góðum varnarmanni; heading, tackling, marking, concentration og meira að segja hraða. Allar þessar tölur eru yfir 15. Ekki skemmir fyrir að verðið er sanngjarnt. Mjög góður í ensku deildinni. Kannski ekki nógu góður fyrir topp 5 klúbbana, en frábær fyrir t.d. Newcastle, Aston Villa, Tottenham…

Kikin Fonseca. Mexico. Tigres. 27 ára. Verð: 1,8 +

Einn fyrir ensku deildina. Kannski ekki David Villa en ákaflega ganglegur fyrir minni liðin í efstu deild. Einn sem gefst ekki upp. Góður skallamaður, finisher, ágætlega hraður. Spilast vel með minni striker. Góð kaup.

Gretar Rafn Steinsson. Ísland. AZ. 25 ára. Verð: 2,0 +

Ég hef heyrt menn væla hér um að það séu fáir temmilegir DR í leiknum. Menn þurfa ekki að leita langt því að Gretar er einu bestu kaupin á DR í leiknum. Hann er kannski ekki jafn teknískur og Daniel Alves, en hver þarf teknískan DR ef þú stjórnar meðaliði? Gretar er nefnilega glettilega góður og solid varnarmaður. Góðar mentaltölur, góður tæklari sem fáir komast framhjá, sæmilegt crossing sem ekki skemmir.

Marouane Fellaini. Belgía. Standard. 19 ára. Verð: 1m +

Fellaini er góður varnarsinnaður MC. Góðar mental tölur og physical tölur líka. Með tímanum á hann eftir að verða ákaflega góður. Vertu bara þolinmóður því það getur tekið hann allaveganna ár að slípast fyrir efstu deildirnar.

Erik Edman. Svíðþjóð. Rennes. 28 ára. Verð: 3m +

Ef þú ert í vandræðum með þessa mikilvæga stöðu þá er Erik Edman góður kostur. Mjög jafnar tölur, fáir gallar á kauða. Mjög góðar mental tölur af DL af vera. Margir verri kostir.

Lorik Cana. Albanía. Marseille. 24 ára. Verð: 6m +

Cana er einfaldlega einn besti DM í leiknum. Frábærar Mental tölur, sterkur og góður tæklari og markari. Hann er auk þess bara 24 ára. Ef þú kaupir hann ekki strax þá munu stóru liðin kaupa hann í janúar eða í seinasta lagi um sumarið. Keyptu hann og eignastu næsta Roy Keane.
Nobody puts Baby in the corner!