sumir virðast enn spila þennan leik. ég allavega man eftir því hérna kannski seinast árið 2003 að vera að spila þennan leik eins og vitleysingur alveg á fullu…

leikurinn náttúrulega klassík, ég hef svo sem ekki prófað alltof marga í seríunni, hvað þá eftir að fyrirtækin skildu að skiptum, en ég hef aldrei fundið skemmtilegri leik en 01/02.

hann fékk ég minnir mig crackaðan frá vini mínum…og skipti fyrir löngu um tölvu og allt það.
allavega, málið er að mig er farið að langa að spila hann aftur…er einhver séns að maður geti keypt eitt stykki einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu?