Ahahaha :D Ég var að lenda í alveg hreint algjörri snilld núna rétt áðan í 01/02. Er með Leeds og tímabilið 03/04 var að klárast og ég keypti Di Vaio á free transfer frá Parma. Ég var reyndar mjög hikandi með þessi kaup, með marga framherja og alla frekar öfluga. Ákvað samt að slá til því Di Vaio hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, bæði í leiknum og í raunveruleikanum. En svo þegar kallinn kemur er ekki liðin vika áður en hann fer að kvarta yfir því að hann eigi erfitt með að aðlagast enskum lífsstíl, jafnvel þó svo að tveir aðrir Ítalir séu í liðinu (Rustico og Zauri). Ég reyndi að gleðja hann í nokkra leiki en svo hugsaði ég: “Æj andskotinn hafi það, ég prufa bara að lista hann.” Og viti menn, ég fékk strax 6 milljóna tilboð í hann sem ég hækkaði í 7, fleiri lið bættust í hópinn, ég reyndi að hækka í skrefum í 12 en það gekk ekki en að lokum fór hann á 10 milljónir, og það aftur til Parma!

Þarna græddi ég 10 milljónir á sirka 3 vikum fyrir sama og enga vinnu, það kalla ég að ávaxta pund sitt nokkuð vel! Mesta snilldin er líka að hann hafi farið aftur í Parma, en hann vildi losna þaðan þegar ég signaði hann :)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _