Jæja núna er minn albesti og fríðasti varnarmaður orðinn ósáttur því hann vill fá nýja áskorun, er eitthvað hægt að laga það? Ég man að ég þurfti að selja Riise vegna þess að hann vildi þetta líka.

Er ekkert hægt að gera neitt til þess að hann verði ánægður aftur, láta hann fá rubik's cube eða eitthvað að dunda sér með? Ég meina, ef eitthvað er challenge þá er það að reyna að klára þennan helvítis Kubb.

Ég vill neflilega ekki selja þetta kvikindi, hann er 24 ára og er klárlega besti varnarmaðurinn í heiminum, öll stóru liðin eru að reyna að fá hann :/