Hvað er málið með W.Rooney, af hverju er maðurinn aldrei valinn í Enska landsliðið hjá mér? Gaurinn er einn allra besti leikmaðurinn minn. En nei á þessum 5 árum hefur hann spilað 12 landsleiki. Aldrei fleiri en 3 á ári.
Er búinn með 5 leiktíðir. Hann hefur skorað 133 mörk á þessum 5 leiktíðum sem gerir tæp 27 á ári sem er fínt. Svo hefur hann alltaf haft yfir 10 stoðsendingar á ári. Þrisvar hefur hann verið markahæstur í ensku deildinni og tvisvar hefur hann verið valinn leikmaður ársins. Hann hefur yfirleitt verið valinn í lið ársins. Svo hefur hann líka tvisvar verið european striker of the year.
Ekki er maðurinn meiddur. Á fimm árum hefur hann meiðst 8 sinnum, lengst í 3 vikur. Samt eru menn eins og Alan Smith, Andy Johnson, Dean Ashton og P. Crouch á undan honum í röðinni. Svo eru auðvitað Defoe og Owen fastamenn í liðinu.
Ég bara botna ekkert í þessu, verð bara að gerast stjóri hjá enska landsliðinu og redda þessu.