Jæja, ég er með Liverpool og svo ömurlega vill til að Gerrard, Alonso, Pennant, Maschareno(stafs), Sissoko og Mark González eru ALLIR meiddir út leiktíðina og miðjan hjá mér er skipuð þeim Craig Bellamy (ML) Peter Crouch (MR) Micha Richards (MC) og svo skiptast Fowler og Kuyt að vera (MC).

Spurningin mín er, vitiði um svona 2-3 miðjumenn sem kosta innan við 7m til samans og sleppa í úrvalsdeildina? Er í 17 sæti eftir 19 leiki svo þeir þurfa svosem ekkert að vera neinar stórstjörnur.

Svokölluð besta vörn úrvalsdeildarinnar fékk ekki nema 29 mörk á sig í fyrstu 15 leikjunum :/