Ég lenti í helvítis leiðindum nú um helgina. Var búinn að spila heilt tímabil með Juventus og kom þeim upp úr Seria B og bara allt í góðu. Tók þá eftir því að Fiorentina féll úr Seria A og ákvað að taka líka við þeim og stýra þeim aftur upp. Ekkert mál.
Leikmannahópurinn var frekar þunnskipaður og var fjárhagsstaðan í mínus. Man ekki alveg, 1 milljón eða eitthvað. Þar sem að ég féll voru leikmenn liðsins eftirsóttir og ég ákvað að selja allavega tvo til að eiga einhvern pening til að breikka hópinn. Seldi Mutu á 8 Millz og Ujfalusi á 6,5 M. Var bara nokkuð ánægður, vel hægt að fá 3-4 góða leikmenn fyrir þennan pening. En nei þá fara liðin að bjóða í Luca Toni og Riccardo Montolivo. Stjórnin treystir mér greinilega ekki fyrir ákvörðunum og tekur boðum í þá fyrir samtals 20 M. Toni á 13 M og Montolivo á 7,5 M. Toni var líka metinn á 15,5 M en þeim fannst þetta samt of gott til að segja nei. Þvílíkir fávitar. Nú á ég 30 M til að kaupa sem er ekki slæmt en samt sem áður fæ ég ekki jafn mikla klassa leikmenn í staðinn og er nú verulega farinn að sjá eftir því að hafa selt Mutu og Ujfalusi. En svona er bara lífið.