Þannig er mál með veksti að ég er með Football Manager 2007 inná tölvunni minni og installaði honum og allt gekk vel. En þegar kemur að því að spila hann þá koma auglýsingarnar og þegar þær klárast verður allt svart (Black Screen) og litli boltinn í horninu hættir að snúast. Ég fer í Task Manager (Ctrl + Alt+ Delete) og þá er leikurinn hættur að spilast (Run'a).
Ég fer til bróður mínst með leikinn og installa honum á hans tölvu og allt gengur vel og ég get auðveldlega spilað leikinn. Ég spyr hann hvað gæti verið að og hann segjir að þetta sé skjákortið mitt (hans gamla). Ég er með GeForce FX 5900XT skjákort. Við sáum á netinu lista yfir skjákort sem að leikurinn virkar með og næst því að vera eins og mitt var GeForce 5900, en þetta var ekki nákvæmara en svo á neinu skjákorti (GeForce 5800, GeForce 5900, GeForce 6000). Ekkert handviss um að þessi listi segji allt, en það sem okkur datt í hug er að mitt skjákort sé gamalt og ekki mjög vinsælt, og ekki verið tekið með í gerð leiksins, en þetta er í raun bara ágiskun okkar tveggja.
Football Manager 2006 virkaði fínt hjá mér og ekkert vesen þar. Allir aðrir leikir virðast virka fínt með þessu sama skjákorti má þá nefna leiki á borð við Call of Duty 2, Counter Strike 1.6 og Warcraft 3 The Frozen Throne.

Endilega hjálpið mér ef þið getið. Yrði mjög þakklátur með að fá nokkur Álit frá ykkur Hugurum.