Ég er að klára tímabil með Roma og frá því að ég loadaði save-ið þann 13 mars þá er ég búinn að vera mjög óheppinn.

Í svona þremur af hverjum fimm leikjum meiðist byrjunarliðsmaður í leik og 4 af þeim slitið einhvern vöðva. 2 tognað í mánuð og 2-3 aðeins minni listi.

Mancini, Totti, Chivu, Okaka, Owen, Gamst Pedersen, Ferrari, Kuffour, Cassetti, Borre og Owen aftur.

Sum þessara meiðsla hljóma ekki alvarlega en þegar maður er með 4 miðverði og þrír þeirra meidda þá er ekkert annað til ráðs en að setja Borre í miðvörð. En svo meiðast back-up bakverðir mínir og eini heili miðvörðurinn, Méxes, er í banni í bikarnum og Meistaradeild.

Ég gerði þennan kork samt ekki bara vegna meiðsla því ég hef lent illa í það áður og líklegast flestir hérna líka. Mest pirrandi hluturinn er að fá Milan í 8-liða úrslitum CL og 4-liða í ítalska bik.
Slá þá síðan út í báðum keppnum og lenda svo gegn Inter í báðum keppnum. Auk þess er ég í titilbaráttu við Inter sem ég lít út fyrir að vinna.
Sem sagt af seinustu 17-18 leikjum, fer eftir hvort ég kemst í úrslit CL, þá eru 10 af þeim gegn Inter og Milan :S
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”