Ég er búinn að klára 2 season með Forest Green núna um helgina og var að byrja það þriðja í 2. deild. Ég er búinn að ganga frá Conf og 3. deild (tapaði 4 leikjum í þeim deildum, samtals) (auðvita er ég svona góður ;) ) Ég er kominn með slatta af ágætum leikmönnum og suma hef ég haft öll 3 árin. En núna er allt að fara í vaskinn. Ég er reyndar búinn að rúlla upp fyrsta hlutanum af deildinni, er búinn með 18 leiki og vann þá alla, en datt út fyrir Leeds í 4 umferðinni í deildarbikarnum (eftir að vinna annað úrvalsdeildar lið í 3 umferð) málið er nefnilega að 3 bestu leikmennirnir mínir vilja fara og það bókstaflega rignir tilboðum í þá. Og það versta er að sá eini sem ég tími að selja (og fæ mest fyrir, rúmar 6 milljónir!) er sá eini sem ég hef engann fyrir í staðinn.
Hvað á maður eiginlega að gera við svona kalla? (Og svo eru líka menn orðnir fúlir útí hvorn annan fyrir að hata mig :( )