Ég er á 1. tímabili með Newcastle og gengur mjög vel. Er í efsta sæti eftir 10 umferðir og allir eru að spila mjög mjög vel. En það eru 4 leikmenn sem segja : you aren´t given the team enough credit.
Hvað er málið með það eiginlega ? Ef þeir vinna mjög góða sigra og allir eru að standa sig geðveikt vel þá segi ég að ég vilji að þeir spili svona í öllum leikjum. Hvernig er hægt að losna við svona rugl ? Eða er þetta bara einhver galli ? Það eru náttla alltaf einhverjir gallar sem eru í þessum leikjum og eru svo lagaðir því þeir virðast bara ekki geta gert gallalausa leiki. Svo er Martins óánægður með hvernig ég tala við liðið á leikdag. Eina sem ég geri er að fara í Wish luck. Ég bið þá ekki að vinna eða hina möguleikana heldur óska þeim bara góðs gengis. Finnst frekar asnalegt að einhver sé óánægður með það að maður óski honum góðs gengis.