Jæja, ég er nú búinn að vera í þessum blessaða leik í andsk… langan tíma en það er eitt sem ég er í vandræðum með og það er að eignast pening. Ég hef verið að taka liðum í neðri deildunum i Englandi og koma þeim upp en það virðist vera lát á því að maður komist í flokk með stóru liðunum hvað peninga varðar. Ég veit að það þarf að standa sig í CL og ég hef gert það og staðið mig vel í deildinni líka….aldrei lent neðar en 5. sæti með Notts County EN peningarnir virðast ekki haldast í hendur við velgengnina. Ég veit um einn sem tók við Darlington og það gekk alveg þrusuvel og eftir nokkur tímabil þá var hann kominn með einhverjar 70 millur til eyðslu án þess að þurfa selja sína bestu leikmenn.
Þetta er einmitt það sem ég þarf að reyna að finna út úr þ.e. fá inn peninga án þess að selja mína bestu. Ég hef reynt að stækka völlinn með þessum peningum sem maður á í lok tímabils sem er oftast um 5-7 millur en stjórnin segir alltaf nei.
Ég er að verða alveg ráðþrota því ég vil að Notts C. komist á stall með “the big boys” í peningamálum. Ef þið eruð með eitthvað bráðsnjallt, látið mig þá vita.

PS. Félagið er ekki enn orðið PLC, þ.e. komið á hlutabréfamarkað.