Ok, smá formáli. Ég er með Parma í FM 2006, patch 6.0.2. Búinn með eitt tímabil sem gekk frekar ömurlega en núna er season 2 byrjað, ég er búinn að styrkja hópinn og ætla mér betri hluti.

Fyrsti leikur tímabilsins er í undankeppni bikarsins á móti einhverju liði neðan úr ég veit ekki hvaða deild á þeirra heimavelli. Líkurnar í fjölmiðlum eru 1 á móti 20 að þeir vinni, en 30 á móti 1 að ég vinni.

Basically þá var ég í sókn allan leikinn, 32 markskot, þarf af 20 á rammann. En eitthvað gekk okkur illa að setja hann inn. Komumst í 0-1, en þeir jafna, svo 1-2 en þeir jafna aftur. Ekki nóg með að þeir jafni í uppbótartíma, heldur er það bara annað skotið sem þeir eiga á rammann. Til að bæta gráu ofan á svart þá er það markmaðurinn þeirra sem skorar með skalla eftir hornspyrnu! Helvítið varði sem sagt 18 skot frá okkur, og skoraði svo. Síðan fór leikurinn í framlengingu og að lokum í vítaspyrnukeppni sem ég var viss um að vinna en NEI, markmaðurinn ver tvö víti en Frey bara eitt hjá mér og ég datt út!

Mig langaði að henda tölvunni í gólfið…
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _