Ég ætla að segja ykkur frá challengi sem er í gangi á Sigames spjallborðinu.

Þetta byrjar að þú átt að fara á holiday fyrsta tímabilið þarna og velja síðan lið sem kemur upp í conference south eða north (6.hæsta deildin á Englandi).

Ég valdi lið sem heitir Billericay og er kominn á tímabilið 11/12 og er kominn upp í Championship og sit þar í þriðja sæti. Ég hef ALDREI skemmt mér jafn vel og í þessu save-i!

Það eru endalaust af fólki að taka þátt og þetta er búið að vera síðan í febrúar og gaurinn sem byrjaði með þetta, dafuge, er búinn að vinna ensku deildina 30 sinnum og Meistaradeildina eitthvað svipað með liðinu Braintree!

Ég mæli með að allir kíki á þetta og byrji því þið eigið ekki eftir að sjá eftir því. Gæti líka skapast skemmtileg umræða í kringum þetta eins og hefur gerst á spjallborðinu á Sigames.

Hér fyrir neðan er linkur á þetta.

http://community.sigames.com/eve/forums/a/tpc/f/521102691/m/4642053991/p/1