Jæja…

Ég ákvað að taka við íslenska landsliðinu og reyna að gera eitthvað gott úr þeim. Ég ákvað að taka aðeins til í þessu liði enda var það orðið rosalega gamalt og ryðgað. En oftast var byrjunarliðið mitt svona:

Árni Gautur Arason í marki
Brynjar Gunnarsson hægri bak
Indriði Sigurðs left bakvörður
Hemmi Hreiðars og Ivar Ingimars miðverðir
Bjarni Guðjónsson hægri kantur
Arnar Gunnlaugsson vinstri Kantur
Þórður og Joey Guðjónssynir á miðri miðju
Frammi voru Eiður Smári og Gunnar Heiðar

Bekkurinn hjá mér var rosalega ungur
Bjarni Þór Halldórsson markmaður
Kristján Örn Sigurðsson vörn
Rúrik Gíslason miðja
og fleiri yngri en man ekki því hverjir voru með þessu liði lendi ég í öðru sæti í undankeppninni en Króatar sátu eftir með sárt ennið. Svíar lentu í fyrsta. Þannig ég þurfti að keppa við Pólverja um sæti á HM. Fyrri leikurinn var ytra eða í Póllandi og tapaðist hann 3-2 og svo var komið að leiknum heima sem allir biðu spenntir fyrir. Og auðvitað var spáð Póllverjum öruggum sigri. En svoo gerðist ekki. Eiður Smári skoraði eina mark leiksins á 79 mínútu úr aukaspyrnu og tryggði mér þá sæti á Heimsmeistaramótinu í Þýskalandi árið 2006. En samtals var 3-3 en ég vann á útimörkum.: )

En á World CUP sjálfu gekk mér hræðilega, lendi í svokölluðum dauðariðli og var með Spánverjum, Argentínumönnum og Ivory Coast eða öðru nafni Fílabeinsströndinni. Fyrsti leikurinn var á móti Argentínu og endaði sá leikur 0-2 fyrir Argentínu annar leikurinn var á móti Ivory Coast og endaði sá leikur með öruggum sigri Ivory Coast 0-2 fyrir þeim. Og þá sá ég að mitt lið væri á leiðinni út úr keppninni eins og flestir bjuggust við. Síðasti leikurinn var á móti Spánverjum og flestir bjuggust við rústi spánverja. Sá leikur var skemmtilegur. Hann byrjaði frábærlega með marki frá Raúl strax á 3 mín. 1-0 fyrir Spán. 23 mín 2-0 fyrir spánverjum og það mark var Puyol með. 31 mín var staðan orðin 3-0 fyrir spáni og Raúl skoraði úr vítaspyrnu en alls voru 2 vítaspyrnur í þessum leik. Í hálfleik var staðan 3-0. Ég ákvað að breyta aðeins til að bæta í sóknina og setti ég Heiðar Helguson inn á. Sú breyting var góð. 55´.mín staðan orðin 3-1 og var það engin annar en Heiðar Helguson sem skoraði með skalla. eftir klukkutíma leik var staðan otðin 4-1 fyrir Spáni og var það Fernando Torres sem skoraði með frábæru skoti. En 3 mínútum síðar bárust þau tíðindi að gulldrengurinn Raúl meiddist alverlega og þá kom inn á Fernando Morientes inn á. Eftir það varð allt spennandi. 4-2 eftir 70 mínútna leik og skoraði Eiður Smári úr vítaspyrnu eftir að það var brotið á Arnari Gunlaugssyni.4-3 eftir 85 mínútur og það mark skoraði Eiður smári og markið var einnig valið mark HM. Hann var með boltan við varamanna línuna og byrjaði á miðju og sólaði 3 leikmenn áður en hann var kominn að vítateignum og svoo fór hann framhjá Casillas og skoraði en þeir skoruðu svvo 2 mörk í uppbótartíma Torres með bæði og þarna lauk starfi mínu sem landsliðþjálfari og þeir sem trúa mér ekki þá er það bara þeim að kenna að trúa mér ekki!! Takk fyrir mig