Núna hef ég verið á fullu í Football Manager 2006 undanfarið (minn fyrsti FM leikur, hef hingað til verið í CM). Ég hef aðalega verið að dunda mér í Enska boltanum, Man Utd. og þannig læti.

Langar svona að spyrja hvort það sé eitthvað varið í að vera í íslenska boltanum í þessum leik? Er allt klabbið nógu vandað?

Man nú mæta vel eftir íslenska Manager leiknum frá 98'. Hörmulegur og gallaður leikur en það að geta verið íslenskt lið var bara frábært.. Og því spyr ég, er það ómaksins virði að skella sér í íslensku deildina?