FM Keppni

Lið og lönd:

Lönd sem á að velja: England, Championship and above, mátt svo sem velja fleiri ef þú vilt, en ekki skilda

Lið: Queens Park Rangers (QPR)

Skráning

Skráningin er núþegar hafin og stendur yfir næstu 3-4 daga

Eftir að skráningu lýkur er ekki hægt að skrá sig, það er ekki hægt að taka menn inní keppnina þegar hún er hafin, það er bara vesen

Þrep/Markmið
Note: Þú mátt nota eins mörg tímabil og þú vilt til að ná þessum markmiðum

1.þrep: Augljóst hvert 1. markmiðið er, það er einfaldlega að koma sér uppí úrvalsdeildina, í hverju einasta þrepi má ráða til sín ,,Staff" t.d. þjálfara, sjúkraþjálfara (Physios), aðstoðarþjálfara o. fl. í þessu þrepi máttu kaupa eins mikið og þú vilt en þú mátt ekki selja menn þó þig vanti pening. Þú mátt fá leikmenn á láni

2. þrep: Ef þú fellur úr úrvalsdeild, þá ertu kominn niður í 1. þrep aftur og þarft að gera þetta uppá nýtt. Markmiðið hér er að lenda í Evrópusæti, þarf ekki endilega að vera CL, má þess vegna vera UEFA Cup. Mátt hér ekki kaupa menn en þú mátt fá menn á bosman reglunni og þú mátt selja en þú mátt ekki lána út eða fá lánað.

3. þrep: Að vinna úrvalsdeildina. Í þessu þrepi og þeim næstu máttu gera það sem þér sýnist á leikmannamarkaðnum.

4. þrep: Vinna 2 titila, Deildina, FA Cup, League Cup, UEFA Cup eða CL, skiptir engu máli hvaða titla þú vinnur bara þú vinnir 2 titla.

5. þrep: Ef þú vinnur CL í 4. þrepi þá ertu búinn að ná þrepi 5. því markmiðið er að verða Evrópumeistari

Screenshots

Fyrst, er það ,,idiot" guide, hvernig taka á screenshit. Þegar þú hefur lokið tímabili þá opnaru viðeigandi hlut í FM leiknum og ýtir á prt scrn takkann sem er oft staðsettur á milli F12 og Scroll Lock og fyrir ofan Insert. Þar á eftir opnaru Paint, og ýtir á Control + V og þá er myndin komin, saveaðu myndina inná tölvuna þína og skráðu hana sem JPEG mynd.

Þegar því er lokið skal koma henni á netið. Til þess ferðu inná t.d. photobucket.com eða imageshack.com og uploadað myndinni þar. Þá ætti að koma linkur að myndinni. Sendu linkinn inná korkin sem verið er að tala um keppnina..

Það sem á að taka screenshot af:
1. þrep: Sölur, lokastaða í deild. staða í deild. Staða í deild er samt ekki nauðsynleg ef þú náðir ekki markmiðinu.
2. þrep: Kaup inn, lán út og inn, staða í deild. Staða í deild er samt ekki nauðsynleg ef þú náðir ekki markmiðinu.
3. þrep: Aðeins ef þú náðir markmiðinu, sýna stöðu í deild.
4. þrep: Aðeins ef þú náðir markmiðinu, sýna sigur í þessum 2 keppnum sem þú sigraðir í.
5. þrep: Aðeins ef þú náðir markmiðinu, Screenshot af árangrinum í CL.


Spurja endilega ef spurningar vakna :)