Ég lenti í fáránlegu atviki í gær. Málið er það að ég er með Notts County í nýjasta updeiti. Jussi Kujala er buinn að vera besti maður liðsins með nálægt 8.00 í meðaleinkunn undanfarin 4 tímabil og ég er loksins kominn upp í úrvalsdeild (vann meiri að segja UEFA Cup í gær). En á þessu nýjasta tímabili þegar ég fæ mitt mánaðarlega “yfirlit” frá stjórninni þá eru þeir voða ánægðir með mig EN segja að Jussi eigi ekki skilið að klæðast treyju liðsins!!!
Hvaða djöfulsins rugl er það? Langbesti maðurinn minn og þeir vilja ekkert með hann hafa??

Vitið þið af hverju þetta kemur eða hafiði jafnvel lent í svipuðu atviki. Ég botna alla vega ekkert í þessu.