Hérna eru leikmenn sem ég mæli með í neðri deildunum og áætlað verð einnig, er samt með stærsta database. Það gæti vel verið að þið vitið um þá alla en þetta ætti að hjálpa einhverjum. Ég hef rekist á þá og prófað þá alla persónulega. Hafið samt í huga að geta leikmanna fer stundum eftir einstökum save-um þannig að þið skuluð ekki taka þessu of bókstaflega og brjálast ef einhver er ekki eins góður og ég segi. Tölurnar eru líka ekki allt, suma þessa keypti ég með lélegar tölur en þeir brillera samt.

*Verðið miðast við árið - þeir eru alveg ábyggilega nothæfir þó að þú sért ekki á nákvæmlega þessu ári sem ég tilgreindi þá á, en þá gæti verðið verið eitthvað annað.


2005:

Max Houttuin - Free transfer (DM/AM RC)

Carlos Alfaro Martínez - 90K (DC)

Rubén Reyes - 275K (AML/ST) - Mæli eindregið með honum.

Xavi Jiménez - 825K (AM/FC)

Francisco Javier Lledó - 900K (GK) - Afar góður markvörður í neðri deildunum.

Carl Fletcher - 1 til 1,6M (DC) - Frekar dýr en hann er mjög viljugur að koma og er frábær í neðri deildunum.

Malcom Christie - 2M (ST) - Seldi nokkra leikmenn og fékk pening upp í kaupin á honum til York. Var mjög hissa á að hann vildi koma, skoraði 70 mörk í utandeildinni fyrir mig (í öllum keppnum) en stoppaði skiljanlega bara í eitt tímabil og fór svo til Celtic.

Riccardo Scimeca - 1M (D RC, DM, MR) - Gríðarlega fjölhæfur leikmaður, létt að fá hann.

Calum Davenport - 1 til 1,5M (DC) - Mjög sterkur varnarmaður en erfitt að halda honum lengi.

Isquete - 100K - (MC)

Adam Eckersley - 500K (D/WB L) - Mæli með þessum, ungur strákur frá Man Utd. og á eftir að gera gríðarlega góða hluti í framtíðinni.

Geovanny Patricio Espinoza - 90K (DR) - Góður bakvörður.


2006:

Marnix Kolder - 500K (DC/ST) - Góður leikmaður og gott að hafa svona fjölhæfan mann í liðinu sínu í neðri deildunum. Verð þó að segja hann betri sóknarmann heldur en varnarmann.

Marcos Painter - Free transfer (D LC) - Ungur og efnilegur varnarmaður.

Gérard Sambou - Free transfer (DC)

Landry Bonnefoi - Free transfer (GK)

Craig Gardner - Free transfer (AMC) - Kemur sterkur inn.

Robbie Foy - Free transfer (AM RL) - Hver kannast ekki við þennan? Ótrúlega góður í neðri deildunum.

Kerra Gilbert - Free transfer (D RC) - Hirti þennan af Arsenal þar sem að þeir gáfu honum engin tækifæri. Mjög efnilegur og eftirsóttur.

Michael van der Kruis - Free transfer (SW, DC) -Rosalegur í vörninni.

Anthony Elding - 200K (ST) - Mjög góður framherji, tók við af Malcom Christie hjá mér.



2007:

Gylfi Einarsson - Free transfer (AM C) - Já, hann virkar bara vel hjá mér í neðri deildunum. Skorar mikið.

Nicolás Córdova - Free transfer (AM C) - Öflugur miðjumaður, mæli með honum.

Emmanuel Osei - Free transfer (DM) - Næsti Patrick Vieira, eða svona næstum því.. :)


2008:

Peter Sweeney - Free transfer (AM L) - Mjög creative og fljótur kantari.

Chris Eagles - Free transfer (AM RC) - Kemur upp úr unglingaleiði Man Utd, mjög góður.



Lengra er ég ekki komin en ég mun ábyggilega uppfæra listann eitthvað frekar. Og endilega deilið ef þið vitið um einhverja góða sem virka vel í neðri deildunum.