Ég ákvað að leika mér smá, semsagt að svindla. Fór í editor og fékk leikmenn í Halifax eins og Juan Roman Riquilime (kann ekki að skrifa) Kiegan Parker, Julius Agahowa, Stephen Mendez og Arjen Robben. Tek fram að ég er að spila í Cm 01/02. Mér gekk svona ágætlega í vinaleikjunum vann nokkra gerði jafntefli í nokkrum. Svo var komið að því kaupa leikmenn deletað öllu gömlu leikmönnunum reyndar í gamla liðinu og gaf mér smá pening í staðinn. Ég keypti leikmennina Chris Stringer á 1 millu því mig vantaði markmann, Steven Clemence á 3.4 millur frá Tottenham, Callum Davidson 3.9 millur frá Leister, Mark Pembridge frá Everton á 2.3 millur og svona Richard Naylor frá Ipswich á 5 millur, Barry Quinn frá Coventry á 3.2 millur og svo þýska varnamanninn Marko Haber frá Underlagten seinna.


Uppstillingin mín var oftast svona nema þegar einhver var meiddur eða annað vesen var í gangi.

—–Chris Stringer—–

Davidson–Mendez–Haber–Quinn—–

Pembridge–Parker–Riquemle–Agahowa

———–Robben–Naylor———–

Fínt lið miðað Halifax er í þriðju deild, svo kom það svo kom það skrítna, ég fór að tapa fullt að leikjum t.d á móti Kiddminster og Cheltenham og Darlington en vann hins vegar báða leiki mína á móti Birmingham sem reyndar voru í fyrstu deild í þessum leik. En núna er leiktíðin hálfnuð og ég er í 2. sæti í deildinni en Darlington eru í fyrsta………

Haldið þið að ég sé með neikvæða strauma á þennan leik eða leikmenn eru að spila illa eða hvað?? Ætti ég að halda áfram með þetta og koma kannski með aðra grein, eða hætta þessari vitleisu og fara í fótbolta í alvöru skrifið það í komment því mér dauðlangar að vita hvað ykkur finnst.