Ég er alveg að verða brjálaður á þessu. Ég er núna kominn á season 2010 með City og ég fæ einfaldlega engan pening. Ég var Cardiff og gafst upp þar sem stjórnin gaf mér svona að meðal tali 1-2 millur á seasoni (þó mér hafi verið að ganga ágætlega). Ég tók við City, sem var í næst neðsta sæti í úrvalsdeildinni, og hélt ég fengi kannski meiri pening. Metið mitt er 6 millur í leikmannakaup og samt er ég búinn að komast 2.svar í meistaradeildina og vinna hana einu sinni.

Eru aðrir hérna sem spila leikinn að fá svona lítin pening frá stjórninni ? Ég man i gömlu CM leikjunum var maður að fá alveg nóg af pening….