Það sem var skrýtið við hann var að mennirnir í leiknum voru í óvenju lélegum takkaskóm, þ.e.a.s. 34 skot og aðeins 6 á rammann.
1-1 var staðan í leikslok og grípa þurfti til framlengingar. Einn maður meiddist hjá mér í leiknum en 4 hjá þeim! Voru þeir þá tveimur færri því þeir höfðu klárað skiptingarnar þegar seinni tveir meiddust. Ég skoraði á seinustu mín. fyrri hálfleikar í framlengunni og gripu þeir til örþrifaráðar og skiptu í taktíkina vinsælu 2-3-3. En eins og ég nefndi í byrjun var engin beint á skotskónum og endaði leikurinn þar með 2-1 fyrir mér.
Tölfræðin var doldið skrýtin því mér fannst hægri bakvörðurinn, hinn magnaði Iounut Balan, vera maður leiksins en hann endaði samkvæmt útreikningum managers með aðeins 5 í einkunn! Hann átti 33 heppnaðar sendingar og 7 misheppnaðar þ.á.m. tvær lykil, vann allar átta tæklingarnar, fór í 13 skallabaráttur og kom betur út í 11 af þeim og komst inní sendingarnar hjá hinum(interception) 8 sinnum. Braut tvisvar af sér og hlaut eitt gult spjald fyrir. Þetta telst gott í þessum leik þar sem meirihluti minna mann voru með 8 í einkunn en enginn í hinu liðinu stóð sig neitt sérstaklega vel. Kom líka setningin' Balan is winning everything today' á meðan leiknum stóð. Eikker galli þarna á ferð og hefur þetta gerst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
Svo í match report var sagt vitlaust frá þeirra marki. Sagt að markið hafið verið ‘spectacular 20 yard shot’ en gaurinn sem var sagður hafa átt þetta skot fékk boltann í sig inní markteig frá öðrum gaur.
Ekkert merkilegra gerðist í þessum leik og ætla ég ekki að segja frá deildinni þar sem ég er bara hálfnaður á 2. tímabili og er að fara í 3ggja mánuða frí vegna kulda á vetrartíma í Búlgaríu:)
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”