Ég er á öðru tímabili með Val í LHM og ætla að skrifa aðeins um fyrra tímabilið en það er 2002-2003.

Sænski þjálfarinn Hannes Ragnar Leifsson tók við liðinu Val. Hannes spilar 2 stöður með liðinu en þær eru mark og vinstri skytta hann telst vera framtíðarleikmaður enda bara 17 ára og þá er það jafnaldri hans Gunnar Ásgeir Halldórsson sem er líka framtíðarleikmaður en hann spilar vinstra horn og leikstjórnanda.

Nánast alltaf voru Hannes og Gunnar í liði mánaðarins og þeir komust báðir í lið ársins.

Á fyrsta mánuði, september, slógu þeir í gegn og komust í lið mánaðarins, Hannes sem markmaður og Gunnar vinstra horn, besti leikmaðurinn og sá efnilegasti.

Í október þá komst hvorugur þeirra í lið mánaðarins.

Í nóvember komust þeir aftur í lið mánaðarins en slógu samt ekki jafn mikið í gegn og í september en þarna var Hannes markmaður mánaðarins og Gunnar leikstjórnandi mánaðarins og sá efnilegasti í þessum mánuði.

Í desember var það Hannes sem hélt uppi heiðri þeirra en hann var valinn efnilegasti maður mánaðarins.

Næsta mánuð sem var spilað komust þeir ekki æi lið mánaðarins en liðsfélagi þeirra Bjarki Sigurðsson hélt uppi heiðri Vals og var valinn hægri hornamaður mánaðarins.

Lið ársins var nánast bara Valur en liðið var svona:
Markmaður: Hannes Ragnar Leifsson(búinn til, ég) (Valur)
Vinstri hornamaður: Davíð Ólafsson (Grótta-KR)
Hægri hornamaður: Bjarki Sigurðsson (Valur)
Vinstri skytta: Rúnar Sigtryggsson (Haukar)
Hægri skytta: Einar Hólmgeirsson (Valur)
Línumaður: Kristinn Örn Sigurjónsson (KA)(búinn til)
Leikstjórandi: Gunnar Ásgeir Halldórsson (Valur)(búinn til)
Besti leikmaður: Gunnar Ásgeir Halldórsson (Valur)(Búinn til)
Efnilegastur: Gunnar Ásgeir Halldórsson (Valur)(Búinn til)
Þjálfari: Leifsson Hannes Ragnar (Valur)