Ég hef mikinn áhuga á CM þó ég eigi engann leik en þegar ég spila hann þá missi ég mig.. Í CM98 (íslenska deildin) þá tók ég enska landsliðið og gekk ekkert alltof vel en ég fann leikmann ósamningsbundinn og setti hann í hópinn bara upp á grínið.. leikmaður þessi var Tony Warner, markmaður.. og segi ykkur að þessi leikmaður borgar sig.. ég var að keppa á HM með liði mínu í undanriðlum á móti Kólumbíu að mig minnir á mínútu 62 var staðan 3-1 fyrir þeim og Gary Neville fótbrotnar (hægri bakk) og ég hef engan varanarmann á bekknum (mitt klúður) og ég set Tony Warner inn á í hægri bakk!!! og á mínútu 74 hleypur hann upp kantinn og sendir fyrir beint á kollinn á Shearer og hann skorar 3-2…

Og á mínútu 91 tekur Warner þessi skot í 45m og beint inn..

Og þetta jafntefli dugði mér áfram..

Semsagt ef þið finnið Tony Warner… kaupið hann..