Þó að þetta sé besti leikur sem hægt er að spila í þessum íþróttabransa þá hefur hann nokkra pirrandi galla. Sumir þessa galla hafa komið fram eftir gerð 2d-pitch. Kannski eru þeir bara svona pirrandi af því að ég sé mistök á vellinum sem ég sé aldrei í alvöru lífi eins og t.d. ég hef fengið þó nokkur mörg víti á mig þar sem hár bolti kemur inn í teiginn og markmaðurinn brýtur af sér af einhverri ástæðu og fær dæmt á sig víti. Ég hef aldrei séð það gerast í alvöru leik að sending kemur inn í teiginn og markmaðurinn brýtur af sér í loftinu með því að hrinda sóknarmanni!
Sem þjálfari finnst mér oft stjórnirnar gera oft miklar kröfur þó maður lendi í einu heppnis tímabili. Ég er nefnilega þjálfari Albacete og fyrsta tímabilið mitt í úrvalsdeild náði ég 5 sætinu eftir að hafa verið í barátunni um Meistaradeildasæti allt tímabilið. Næsta tímabil vildi stjórnin að ég ætti að ná Meistaradeildasæti. Það er bara óraunhæft! Vinur minn vann deildina með Betis og vildi stjórnin náttúrulega ekkert annað en sigur árið eftir. Þegar tímabilið var hálfnað var hann í 10. sæti og þá tók Chairmaðurinn málið í sínar hendur. Nei þeir ráku hann ekki heldur keyptu tvo leikmenn á 36 milljónir hvorn og settu þar með liðið í 50 milljóna punda skuld.
Þó að það líti út fyrir að ég sé að kvarta yfir leiknum er það ekki satt því þessi leikur er nr. 1 en ég var að pæla hvort þið hafið lent í þessu rugli eða eikkerju svipuðu?
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”