Þannig er að ég er með harða diskinn minn skiptann í 2 partition.. 9.99GB fyrir OS og 47.00GB fyrir forrit/leiki. Football Manager 2005 er staðsettur á 47GB partition (héðan í frá kalla ég þetta diska). Svo kom vírus í vélina mína um daginn og ég neyddist til að formata 9.99Gb diskinn, svo nún er ég samt búinn að spila FM05 síðan reglulega bara af 47.00GB disknum.. en núna ætla ég að uppfæra leikinn, en vegna þess að í raun er leikurinn ekki rétt uppsettur (ekkert um hann í registery) þá finnur uppfærslan leikinn ekki og segir hann ekki uppsettan.

Veit einhver hvar ég get fundið upplýsingar um hvað bæta þarf í registery til að uppfærslan finni leikinn..?
Og þið þurfið ekkert að segja að þetta sé áhættusamt eða neitt.. kann mig vel um í registery.

Veit að ég get alltaf eytt leiknum og sett hann aftur upp.. en nenni því ekki. :p Auk þess væri ágætt að geta bara gert þetta ef ég þarf svo að formatta aftur.
Don't have a signature… Don't need a signature… Don't want a signature!