Nú ættu flestir æstir CM aðdáendur að vera búnir að ná fremur góðum tökum á Fm2005. Því langar mig að spyrja menn hvort þeir viti um einhverja óhefðbundna taktík sem að er ekki formal taktík sem þú getur valið í leiknum, heldur eitthvað sem þú stillir upp og fínpússar sjálfur eða jafnvel downloadar á netinu? Ég spyr bara því ég minnist þess að í CM4 hafi menn verið að nota svona mjög custom tactics með frábærum árangri, en þar má nefna hina þekktu “Diablo” taktík, sem að mátti einnig finna á veraldarvefnum. Einhver sem að hefur einhver góð ráð fram að færa?