Sælir

Ég er hérna að manega Nottingham Forest og gengur það mjög vel, er búinn að koma þeim upp í Úrvalsdeildina og svona en það er eitt vandamál.

Þegar ég kom þeim upp hagnaðist félagið gríðarlega en fyrir var það í miklum fjárhagsörðugleikum en núna er balancið 18milljónir punda og í information glugganum erum við sagðir “rich”.

En samt gaf stjórnin mér aðeins 300k til að kaupa leikmenn þrátt fyrir að hópurinn var slakur sem ég var með. Ég hef prófað að biðja um meiri pening en alltaf fengið neikvætt svar.

Hefur einhver lennt í þessu?