Ég ætla að gera myndapakka fyrir íslensku deildina, sem mun innihalda einhverja leikmenn og þjálfara (svo framarlega sem það sé til mynd af þeim á netinu), logo liðanna, logo fyrir keppnina. Ég ætla ekki að gera búninga.

Allaveganna, ég nenni ekki að standa í því að leita af myndum fyrir öll liðin. Svo ég var að spá í hvort þið gætuð hjálpað mér að finna myndirnar á jpg formi, png eða bmp. Ég mun svo breyta þeim í png form sem tekur stuttan tíma enda er þetta lítil deild.

Til dæmis þeir sem styðja t.d. HK eru líklegri til að finna myndir af leikmönnum og þjálfurum HK og þá gæti sá sem styður HK hérna leitað af myndum fyrir þá. Ég er búinn að finna myndir af KR leikmönnum, enda styð ég þá.

Þið gætuð reynt að hjálpa mér að finna myndirnar og best væri ef þið gætuð fundið myndir af liðum í 2. deild ef þið vitið um þær og látið mig vita hvar ég get fundið þær (url) eða sent mér myndirnar í pósti (hér).

Einnig ef þið vitið um myndir af leikmönnum og þjálfurum liða sem eru í deildum sem eru ekki í FM2005 Íslandi (s.s. ekki í tveimur efstu deildunum) þá gætuð þið bent mér á þær.