Ég hef spilað CM 00/01 í dágóðann tíma núna og hef verið að berjast við að koma ákveðnu neðrideildarliði á leið til dýrðar. Ég lendi alltaf, ALLTAF í því að það er skorað á mig a.m.k. eitt mark á milli 80-90 mín. Svo að þó að það sé jafnt og komið á 65. mín. þá verður maður að setja á full attack og vonandi setja eitt mark svo að maður tapi ekki leiknum. Þetta er svo til undantekningarlaust og manni hefur oft langað til þess að fleygja tölvunni út um gluggann. Þetta er gjörsamlega óþólandi helvíti og ég ætlaði að tékka á því hvort þið kannist við þetta eða hvort þetta gæti verið dæmi sem er bara í minni útgáfu(ólíklegt þó).