Ef verið er að tala um að sjá leikina í þrívídd þá er ég eindregið á móti, af því að:

Champ hefur alltaf gengið út á það að maður þarf ekki að vera með góða tölvu, ég meina maður getur spilað 00/01 á P200 með 64MB í innra minni, er soldið lengi að vísu en auðveldlega hægt. Þrívíddarvél fer að heimta betri tölvu og gott skjákort. Ég spilaði CM lengi á einhverju drasl skjákorti sem hafði ekki einu sinni nafn eða 3d. Það var nú bara nýlega að vinur minn gaf mér gamalt Voodoo3 kort -> Takk Kalli ;)

Það yrði bara vesen á 3d vél, patchar og vesen og verst, það yrði mögulega lengra á milli leikja. Svo yrði 3d vélin crap, því ekki er hægt að hafa andlitin á öllum leikmönnunum með, menn myndu lenda bara í stökustu vandræðum með það að þurfa láta fylgja með hæð, háralit o.s.frv. með stöttunum.

Það er út af þessum ástæðum og fleirum að það verður ekki 3d vél í CM4, þetta er official frá SI games.
——————-