Þar sem SI hafa stefnt á að birta myndir af fótboltamönnunum í leiknum þá ákváðu þeir einnig hvað þeir ætluðu að gera með myndir fyrir regens, þeir eru með síðu á netinu þar sem fólk getur sent inn mynd af sér og þá samþykkir maður að þeir noti myndina af manni í leiknum fyrir regen sem birtist síðar í leiknum. Yrði mjög skemmtilegt að sjá allt í einu sjálfan sig árið 2010 sem markamaskínu Real Madrid eða eitthvað álíka, en líkurnar á því verða eflaust ekki miklar enda býst ég við að mjög margar myndir verði notaðar fyrir að sjálfsögðu marga regens.

Hvað er regen?
Þegar fótboltamaður hættir í CM þá kemur nýr leikmaður inn í hans stað, þá vanalega ungur leikmaður.
Ef þið eruð eldri en 22 ára þá myndu SI vilja nota mynd ykkar fyrir starfsmenn í leiknum sem til verða.

http://www.sigames.com/faceinthegame/

Endilega sendið inn mynd af ykkur, væri gaman að hafa alvöru íslensk andlit í þessu. Ég allavega gerðist það djarfur að senda inn mynd :).