Mér finnst með ólíkindum skrítið hvað einn leikmaður hjá Grindavík er aldrei með sama nafnið ef svo mætti að orði komast. Orri Freyr Óskarsson heitir þessi maður en hann gengur greinilega líka undir nafninu Orri Freyr Hjaltalín.

Ég keypti Orra Frey Óskarsson í einu save hjá mér en svo á cm áhugamálinu hér þá hef ég séð að sumir segja að hann er Hjaltalín en ekki Óskarsson. Ég sá umfjöllun um Grindavík í Ólíssporti á sýn um daginn og þar var listi yfir þá sem voru komnir til félagsins fyrir tímabilið og stóð Orri Freyr Óskarsson frá Þór. Svo í umfjöllun DV um Grindavík var hann allt í einu Hjaltalín.

Í mogganum í dag var umfjöllun um leik Grindavíkur og Fylkis sem fram fór í gær. Í umfjöllunninni stóð Orri Freyr Hjaltalín en í lista yfir byrjunarlið og einkunnargjöf stóð Óskarsson.

Til að fá endanlega niðurstöðu um þetta fór ég á heimasíðu Grindavíkur og fann meistaraflokk karla í knattspyrnu og sá þar Orri Freyr Óskarsson. Nú var ég nokkuð viss um að hann héti það en svo þegar ég ýtti á link þar sem standa ýmsar upplýsingar um hann heitir hann Orri Freyr Hjaltalín.

Þið getið séð þetta sjálfir hér en þið þurfið að fara í mfl. karla og leikmenn til að sjá þetta betur.

Veit einhver afhverju þetta er svo furðulegt?
He may be a son of a bitch, but he is our son of a bitch.