Leikmannakubburinn í endurskoðun
Eftir nokkrar misgóðar greinar upp á síðkastið hefur verið ákveðið að taka kubbinn aðeins í gegn. Nokkrar reglur og ábendingar hafa verið settar og er notendum bent á að tileinka sér þær.Fyrst ætla ég þó að skrifa örfá orð um leikmannakubbinn.
Leikmannakubburinn gefur notendum Huga tækifæri til að skrifa um þá leikmenn sem þeir uppgötva og deila þar með reynslunni með öðrum. Sækja þarf um aðgang að kubbinum en eftir að aðgangur er veittur fara allar greinar sjálfkrafa inn, m.ö.o það er ekki stjórnendur að stjórna lengur hvort þær koma inn.

Til að sækja um aðgang að leikmannakubbinum þarf að:
I. Skrifa leikmannagrein
II. Senda hana í gegnum e-mail á stjórnendur
<a href=“mailto:wbdaz@hotmail.com”>wbdaz@hotmail.com</a> (wbdaz)
<a href=“mailto:pirez_87@hotmail.com”>pirez_87@hotmail.com</a> (pires)
<a href=“mailto:meatloaf@visir.is”>meatloaf@visir.is</a> (snowler)
<a href=“mailto:heyja_@hotmail.com”>heyja_@hotmail.com</a> (jessalyn)
<a href=“mailto:yngvi@yngvi.is”>yngvi@yngvi.is</a> (yngvi)
III. Þið fáið svar til baka og nánari leiðbeiningar ef greinin hefur hrifið stjórnendur.


Reglur um leikmannakubbinn:

1. Greinar skulu vera vel stafsettar. Lesið greinina yfir áður en hún fer til birtingar!

2. Hver grein á að vera um leikmann sem er til í CM, ekki leikmann sem birtist á 10. tímabili.

3. Taka skal fram í upphafi greinar hvaða CM leik er verið að spila og hvort notað er update.

4. Takið tillit til eftirfarandi atriða áður en grein er skrifuð:
a) Hvar nýtist leikmaðurinn best?
b) Tekur leikmaðurinn framförum?
c) Getur hann spilað í efstu deild jafnt sem þeirri neðstu?
d) Í hvaða deild spilar hann þegar leikurinn byrjar?
e) Hvað kostar að fá leikmanninn?
f) Hvað er hann gamall?
g) Hvaða stöðu getur hann spilað?
h) Í hverju eru hæfileikar hans helst fólgnir?
i) Hefur leikmaður vond áhrif á liðið?
j) Er auðvelt að fá leikmanninn?
k) Er hann góður strax eða þarf að bíða nokkrar tímabil?
l) Hvaða stillingar er best að hafa á leikmanninum (long shoot, forward run o.s.frv.)?
m) Eitthvað annað sem ykkur dettur í hug að nefna um leikmanninn.

Ekki skal þó haga skrifum á þann hátt að spurningum sé svarað lið fyrir lið.

5. Ekki skrifa of mikið um leikmanninn eins og hann er í raunvöruleikanum. Ef þetta er Jobo Jobo í Cola Cola í brasilísku deildinni er ágætt að fá alvöru upplýsingar um leikmanninn, ekki ef hann heitir David Beckham og spilar með Real Madrid.

6. Æskilegt er að hafa mynd, en ef það reynist erfitt er í lagi að sleppa því.

7. Allar copy/paste greinar verða fjarlægðar og viðkomandi notanda bannaður aðgangur að leikmannakubbinum og öðrum þeim kubbum sem eiga eftir að koma í framtíðinni.

Með von um að leikmannakubburinn haldist áfram opinn,
stjórnendur