Góðan og blessaðan…..
Ég er í ljótu vandræðunum í CM 03/04.  Ég er kominn með þvílíkt þrusulið og allt í góðum gír.  En fyrir höndum er leikur í meistaradeildinni og ég næ ekki í lið þar sem allir nær allir leikmennirnir eru í landsleikjum með landsliðum sínum.   
Hvað er til ráða?  Er einhver stilling sem kemur í veg fyrir þetta?  Ég kemst hvorki afturábak né áfram vegna þessa.  Get ekki einu sinni gefið leikinn.  Er hreinlega stopp.
Kunnið þið einhver ráð við þessu?
Einn í vandræðum !!!!
                
              
              
              
               
        







