Ég er með Arsenal í seivi og ég fékk rautt spjald í 5 leikjum í röð, þokkalega pirrandi. Svo spilað ég tvo leiki án þess að fá rautt og svo í 3. leiknum kemur aftur rautt spjald 6 rauð spjöld í 8 leikjum sem er frekar hæpið sko. Í c.a. 14-16 leikjum hef ég fengið 6 rauð spjöld (man ekki hvort ég fékk einhver rauð áður en það komu fimm í röð) og það er nú þónokkuð hæpið.

Hefur einhvern lent í svipuðu rugli og þessu?

p.s. allur húmor varðandi það að það sé nú ekkert óeðlilegt að Arsenal fái rautt spjald í öðrum hverjum leik er afþakkaður.