Hafið þið lent í að einhverjir kjúklingar séu með idjótískar launakröfur? Var að fá CM4 og byrjaði á að spila uppáhaldsliðið mitt Arsenal. Leyfði Pennant að spila þó nokkuð og fannst hann bara standa sig þó nokkuð vel, 3rd choice winger á eftir Pires og Ljungberg. Er jafnvel að spá í að losa mig við Pires til að minnka launakostnað og hafa Ljungberg vinstra megin og Pennant hægra megin. En nei, þá fer Pennant allt í einu að heimta 90.000 pund á viku. Er ekki allt í lagi með manninn? Það er enginn með svona há laun hjá mér, Pires dýrastur með 85k á viku. Að vísu er ég 120k undir launaþakinu svo ég hef svosum efni á Pennant ef út í það fer (þarf þá að vísu að merkja hann sem key player svo að ég fái leyfi fyrir það háum launum), en það er eiginlega bara prinsipp mál að láta ekki undan svona helvítis fjárkúgun.