Ég er núna að lýsa yfir því að mér finnst asnalegt að sjá sögur koma hér inn sem greinar og samt er til sér sögu kubbur sem notendur með sér réttindi geta sent inn sögur á. Afhverju taka adminar ekki frekar að sér að senda sögur inn á þennan kubb fyrir aðra svo greinarnar yfirfyllist ekki?
Það eru gjarnan sentar inn mikilvægar og sniðugar greinar hér sem bara týnast, allt útaf einhverjum sögum. Margir sem koma hérna inn á þetta áhugamál er alveg sama um það hvernig hinir og þessir eru að spila leikinn og hvernig þeim gefur gengið og hvað þeir hafa gert. Ég gæti talið mig sjálfan innan þess hóps.