Nú hef ég hætt við að hætta við að hætta við að hætta við að….ok ég er hættur við að hætta í CM4 leiknum eins og eflaust margir aðrir. En ég hef prófað patch 403 og 405 og núna er ég með 408 patchið en hef ekki prófað það þar sem ég er í gömlu save-i. Furðulegt samt að þeir hafi ekki frestað leiknum þangað til leikurinn var tilbúinn..en nóg með það.

* Það sem ég er að velta fyrir mér er einn galli sem kemur alltaf hjá mér. Það er þegar ég hef valið í liðið og spila svo leik og allt gott með það. Svo spila ég annan leik og geri kannski 3 breytingar og spila þann leik. En svo í næsta leik á eftir ef ég ætla að hafa sama lið og í síðasta leik, að þá breytist liðsuppstillingin hjá mér og verður eins og í leiknum ÞAR á undan! Er ég sá eini sem er að lenda í þessu eða??

* Svo er annað…þegar maður fær lánaða leikmenn frá stórliðum og eru kannski metnir á hellings pening en svo þegar þeir eru komnir í lán til kannski liðs sem er 2-3 deildum neðar að þá eru stórliðin tilbúin að láta þá fara frítt!

* Svo síðasta vælið hjá mér er varðandi scout search. Það er meiriháttar brenglað rugl! Afhveju koma þeir allaf með leikmenn sem spila allt aðra stöðu en þá sem maður lét þá leita eftir???

Ef einhver getur aðstoðað mig með þetta eða allavega róað mig niður að þá þætti mér það fínt :D